Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. september 2014 15:49
Magnús Már Einarsson
Vine-myndband: Diego Costa sló Gylfa
Diego Costa fagnar marki í gær.
Diego Costa fagnar marki í gær.
Mynd: Getty Images
Diego Costa skoraði þrennu þegar Chelsea sigraði Swansea 4-2 í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Costa er þar með kominn með sjö mörk í fyrstu fjórum umferðum ensku úrvalsdeildarinnar en hann var valinn leikmaður ágúst mánaðar í deildinni.

Costa var þó eitthvað illa fyrir kallaður þegar Chelsea átti aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Fyrir aukaspyrnuna var Costa að berjast við Gylfa Þór Sigurðsson við hliðina á varnarvegg Swansea.

Costa sló Gylfa síðan í jörðina og spurning er hvort enska knattspyrnusambandið geri eitthvað í málinu.

Hér að neðan má sjá Vine myndband af atvikinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner