fim 14. september 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Klopp skrifar vandræðin í vörninni ekki á skort á leikmannakaupum
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það sé ekki einungis hægt að benda á leikmannakaup þegar vandræði liðsins í vörninni eru rædd.

Liverpool gerði 2-2 jafntefli gegn Sevilla í gær en varnarmenn leiksins fengu gagnrýni fyrir sinn þátt í mörkum Spánverjanna.

Í sumar var Virgil van Dijk, varnarmaður Southampton, orðaður við Liverpool en á endanum kom hann ekki til félagsins. Klopp segir að ekki sé hægt að skrifa tæpan varnarleik í byrjun tímabils á félagaskiptagluggann í sumar.

„Ég veit að þið eruð alltaf að leita að þessu. Vörnin er alltaf eitthvað sem er verið að tala um. 'Við keyptum ekki hinn eða þennan," sagði Klopp við fréttamenn eftir leikinn í gær.

„Ef við gætum leyst þessi vandamál með einum leikmanni þá getið þið ímyndað ykkur að við hefðum sett allan okkar pening í það og sagt: 'Gerum þetta."

„Þetta snýst um að hafa yfirburði og missa ekki tökin á leiknum þegar við erum að verjast. Það er hægt að bæta sig þar. Við þurfum að læra að vera með yfirburði og gefa ekki auðveld mörk."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner