Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
   fim 14. september 2017 19:44
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Milos um vítaspyrnuna: Þetta er ekki fyrir fjölmiðla
Milos var ekki ánægður eftir tapið í kvöld
Milos var ekki ánægður eftir tapið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks var langt frá því að vera sáttur með tap sinna manna gegn KR í kvöld.

„Það fer eftir hvernig maður tapar. Þetta var tap sem er ekki boðlegt. Við vorum ekki nógu tilbúnir til þess að berjast og vorum ekki nógu þéttir. Allt það sem við vorum að vinna í hingað til, sýndum við ekki í kvöld. Þetta var tvö skref aftur á bak," sagði Milos.

Breiðablik lenti 2-0 undir en minnkaði muninn svo snemma í seinni hálfleik. Liðið lenti svo aftur tveimur mörkum undir en hefði getað minnkað muninn öðru sinni úr vítaspyrnu.

„Ósanngjarnt eða ósanngjarnt. Ég er á því að þú færð úr fótbolta eins og þú leggur þig fram. Þú þarft að leggja eitthvað í púkkinn til þess að fá eitthvað. Við vorum frá upphafi ekki heiðarlegir við sjálfa okkur, við okkar áhorfendur og við félagið."

Vítaspyrna Gísla var arfaslök en hann vippaði í slánna.

„Þetta er ekki fyrir fjölmiðla, það er það sem mér finnst. Ég þarf ekkert að segja honum það. Það segir sér sjálft. Þú tekur ábyrgð í hverju sem er og þú sýnir þá ábyrgð. Mér fannst þetta algjört ábyrgðarleysi. En við drepum ekki mann fyrir að klúðra víti, ég krefst þess bara að leikmenn stíga upp og svari fyrir slæma frammistöðu."

Milos vill sjá leikmenn sína spila í fullar 90 mínútur en ekki bara nokkra góða kafla eins og í kvöld.

„Þessi spilamennska má ekki vera svona blink. Þetta á að vera í 90 plús mínútur. Þú gleymir þér í þremur eða fjórum föstum leikatriðum og þá er þér refsað. Ég man ekki betur en að við eigum bara eftir leiki við lið fyrir ofan okkur í deildinni þannig þetta verður erfitt. Menn þurfa að átta sig á því að mótið er ekki búið."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 KR

Beðist er velvirðingar á döprum hljóðgæðum
Athugasemdir
banner
banner