Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   fim 14. september 2017 19:44
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Milos um vítaspyrnuna: Þetta er ekki fyrir fjölmiðla
Milos var ekki ánægður eftir tapið í kvöld
Milos var ekki ánægður eftir tapið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks var langt frá því að vera sáttur með tap sinna manna gegn KR í kvöld.

„Það fer eftir hvernig maður tapar. Þetta var tap sem er ekki boðlegt. Við vorum ekki nógu tilbúnir til þess að berjast og vorum ekki nógu þéttir. Allt það sem við vorum að vinna í hingað til, sýndum við ekki í kvöld. Þetta var tvö skref aftur á bak," sagði Milos.

Breiðablik lenti 2-0 undir en minnkaði muninn svo snemma í seinni hálfleik. Liðið lenti svo aftur tveimur mörkum undir en hefði getað minnkað muninn öðru sinni úr vítaspyrnu.

„Ósanngjarnt eða ósanngjarnt. Ég er á því að þú færð úr fótbolta eins og þú leggur þig fram. Þú þarft að leggja eitthvað í púkkinn til þess að fá eitthvað. Við vorum frá upphafi ekki heiðarlegir við sjálfa okkur, við okkar áhorfendur og við félagið."

Vítaspyrna Gísla var arfaslök en hann vippaði í slánna.

„Þetta er ekki fyrir fjölmiðla, það er það sem mér finnst. Ég þarf ekkert að segja honum það. Það segir sér sjálft. Þú tekur ábyrgð í hverju sem er og þú sýnir þá ábyrgð. Mér fannst þetta algjört ábyrgðarleysi. En við drepum ekki mann fyrir að klúðra víti, ég krefst þess bara að leikmenn stíga upp og svari fyrir slæma frammistöðu."

Milos vill sjá leikmenn sína spila í fullar 90 mínútur en ekki bara nokkra góða kafla eins og í kvöld.

„Þessi spilamennska má ekki vera svona blink. Þetta á að vera í 90 plús mínútur. Þú gleymir þér í þremur eða fjórum föstum leikatriðum og þá er þér refsað. Ég man ekki betur en að við eigum bara eftir leiki við lið fyrir ofan okkur í deildinni þannig þetta verður erfitt. Menn þurfa að átta sig á því að mótið er ekki búið."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 KR

Beðist er velvirðingar á döprum hljóðgæðum
Athugasemdir
banner