Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 14. september 2017 19:44
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Milos um vítaspyrnuna: Þetta er ekki fyrir fjölmiðla
Milos var ekki ánægður eftir tapið í kvöld
Milos var ekki ánægður eftir tapið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks var langt frá því að vera sáttur með tap sinna manna gegn KR í kvöld.

„Það fer eftir hvernig maður tapar. Þetta var tap sem er ekki boðlegt. Við vorum ekki nógu tilbúnir til þess að berjast og vorum ekki nógu þéttir. Allt það sem við vorum að vinna í hingað til, sýndum við ekki í kvöld. Þetta var tvö skref aftur á bak," sagði Milos.

Breiðablik lenti 2-0 undir en minnkaði muninn svo snemma í seinni hálfleik. Liðið lenti svo aftur tveimur mörkum undir en hefði getað minnkað muninn öðru sinni úr vítaspyrnu.

„Ósanngjarnt eða ósanngjarnt. Ég er á því að þú færð úr fótbolta eins og þú leggur þig fram. Þú þarft að leggja eitthvað í púkkinn til þess að fá eitthvað. Við vorum frá upphafi ekki heiðarlegir við sjálfa okkur, við okkar áhorfendur og við félagið."

Vítaspyrna Gísla var arfaslök en hann vippaði í slánna.

„Þetta er ekki fyrir fjölmiðla, það er það sem mér finnst. Ég þarf ekkert að segja honum það. Það segir sér sjálft. Þú tekur ábyrgð í hverju sem er og þú sýnir þá ábyrgð. Mér fannst þetta algjört ábyrgðarleysi. En við drepum ekki mann fyrir að klúðra víti, ég krefst þess bara að leikmenn stíga upp og svari fyrir slæma frammistöðu."

Milos vill sjá leikmenn sína spila í fullar 90 mínútur en ekki bara nokkra góða kafla eins og í kvöld.

„Þessi spilamennska má ekki vera svona blink. Þetta á að vera í 90 plús mínútur. Þú gleymir þér í þremur eða fjórum föstum leikatriðum og þá er þér refsað. Ég man ekki betur en að við eigum bara eftir leiki við lið fyrir ofan okkur í deildinni þannig þetta verður erfitt. Menn þurfa að átta sig á því að mótið er ekki búið."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 KR

Beðist er velvirðingar á döprum hljóðgæðum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner