Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. október 2013 10:00
Elvar Geir Magnússon
Munu leðurblökur koma í veg fyrir stækkun Anfield?
Mynd: Getty Images
Í langan tíma hefur Liverpool verið að leita að leiðum til að koma fleiri áhorfendum fyrir á Anfield á meðan hægt þokast í málum varðandi nýjan leikvang.

En þegar félagið virtist loksins geta ýtt í gegn tillögum um að stækka áhorfendasvæði leikvangsins er komin ný hindrun.

Leðurblökutegund sem er í útrýmingarhættu og er friðuð hefur sést flögra við leikvanginn. Samkvæmt lögum má ekki fara í framkvæmdir sem ógna lífríki þessara leðurblakna.

Dýraverndunarsamtök krefjast þess að skoðað verði hvort stækkun á Anfield muni hafa áhrif á leðurblökurnar áður en málið fer lengra.
Athugasemdir
banner