Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. október 2014 10:12
Magnús Már Einarsson
Allir á Laugardalsvöll í dag - Miðasala í fullum gangi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 árs landslið Íslands mætir Danmörku klukkan 16:15 í dag í síðari leik liðanna í umspili um sæti á EM.

Rúmlega 2000 miðar hafa selst á leikinn en að auki er frítt fyrir ellilífeyrisþega, öryrkja og börn 16 ára og yngri. Því má búast við fjölmenni á leiknum í dag en miðasala er í gangi á midi.is.

Einnig verða seldir miðar á Laugardalsvelli fyrir leik og óhætt er að hvetja alla til að mæta á völlinn.

Leikurinn hefst snemma en ekki var hægt að hefja hann fyrr út af reglum frá UEFA.

,,U21 árs leikirnir verða að vera búnir fyrir klukkan 18:45 í dag þegar leikirnir hefjast í undankeppni EM," sagði Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ við Fótbolta.net í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner