Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. október 2014 15:17
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið U21 - Þorri Geir byrjar
Þorri Geir kemur inn í byrjunarliðið.
Þorri Geir kemur inn í byrjunarliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur er klár í slaginn.
Hjörtur er klár í slaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þorri Geir Rúnarsson, miðjumaður Stjörnunnar, mun spila sinn fyrsta leik með U21 árs landsliðinu þegar það mætir Dönum í umspili um sæti á EM eftir tæpan klukkutíma.

Þorri kemur inn í liðið frá því í fyrri leiknum líkt og Hjörtur Hermannsson varnarmaður PSV Eindhoven sem var ekki með vegna meiðsla í Álaborg. Kristján Gauti Emilsson er aftur á móti ennþá frá vegna meiðsla.

Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann í dag og Hjörtur mun væntanlega taka stöðu hans í vinstri bakverði. Þá fer Emil Atlason á bekkinn frá því í fyrri leiknum en Þorri Geir kemur inn fyrir hann. Möguleiki er á að stillt verði upp í 4-5-1 í dag en ekki 4-4-2.

Hjá Dönum kemur Jores Okore varnarmaður Aston Villa inn í liðið en hann var ekki með í fyrri leiknum þar sem hann var í A-landsliðs hópnum gegn Albaníu.

Leikurinn á Laugardalsvelli hefst klukkan 16:15 og er miðaverð 1500 krónur. Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega, öryrkja og börn 16 ára og yngri.

Smelltu hér til að sjá textalýsingu

Byrjunarlið Íslands:
Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)
Orri Sigurður Ómarsson (AGF)
Sverrir Ingi Ingason (Viking)
Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Hjörtur Hermannsson (PSV Eindhoven
Arnór Ingvi Traustason (Norrköping)
Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Guðmundur Þórarinsson (Sarpsborg)
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Hólmbert Aron Friðjónsson (Bröndby)

Varamenn:
Frederik August Albrecht Schram (Vestsjælland)
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Emil Pálsson (FH)
Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Emil Atlason (KR)

Byrjunarlið Dana
Jakob Jensen (Horsens)
Alexander Scholz (Lokeren)
Jores Okore (Aston Villa)
Jannik Vestergaard (Hoffenheim)
Jonas Knudsen (Esbjerg)
Andreas Christensen (Chelsea)
Danny Amankwaa (FCK)
Lasse Christensen (Fulham)
Andreas Cornelius (FCK)
Youssef Totouh (FCK)
Nicolaj Thomsen (Aab)
Athugasemdir
banner
banner
banner