Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. október 2014 14:01
Alexander Freyr Tamimi
Daily Mail um Ísland: „Fámennari en Bournemouth“
Icelandair
Íslendingar eru að vekja heimsathygli.
Íslendingar eru að vekja heimsathygli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið hefur heldur betur vakið athygli heimsbyggðarinnar eftir 2-0 sigur gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli í gærkvöldi.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í þessum sögufræga sigri, sem þýðir að Ísland er með fullt hús stiga og markatöluna 8-0 eftir fyrstu þrjá leiki sína í keppninni.

Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um frækinn sigur Íslands, og hið risastóra breska dagblað Daily Mail hefur nú skrifað heljarinnar grein um liðið.

Lesa má greinina í heild sinni með því að smella hér.

Fyrirsögn greinar Daily Mail segir: ,,Ísland er fámennari en Bournemouth en vann Holland og er að taka yfir undankeppni EM 2016."

Nokkrir skemmtilegir punktar úr greininni eru:

,,Ísland hefur enn ekki komist á stórmót en virðist ætla að komast á EM 2016."

,,Fámennari en Lúxemborg, Bournemouth og Coventry."

,,Meira að segja England, sem er 175 sinnum fjölmennari en Ísland, yrði stolt af þeirra byrjun í riðli sem inniheldur einnig Tékkland og Tyrkland, á meðan Þýskaland (80 milljónir) og Rússland (146 milljónir) hafa nú þegar misstigið sig í undankeppninni."


Athugasemdir
banner