Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 14. október 2014 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr leik Íslands og Danmerkur: Frederik bestur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði gegn Dönum
Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði gegn Dönum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 árs landslið Íslands gerði í dag 1-1 jafntefli U21 árs landslið Danmerkur í síðari leik í umspili um sæti á EM sem fer fram í Tékklandi næsta sumar. Þetta þýðir að íslenska liðið er úr leik eftir hetjulega baráttu.

Einkunnir Íslands:

Frederik Albert Schram 9

Hann var magnaður í dag. Rúnar Alex Rúnarsson var tæpur fyrir leikinn og gat því ekki verið með en Frederik kom inn í byrjunarliðið og sýndi hvað í honum býr. Öruggur í sínum aðgerðum og átti nokkrar frábærar markvörslur.

Orri Sigurður Ómarsson 8

Hann var feykilega öruggur í bakverðinum. Hann var að glíma við bæði hlaupin hjá Scholz sem og Danny Amankwaa. Tveir mjög flottir leikir hjá honum í umspilinu.

Sverrir Ingi Ingason 7

Sverrir stýrði varnarleiknum mjög vel og agað. Hann átti slæma hreinsun í fyrri hálfleik en var annars mjög öruggur í sínum aðgerðum. Það verður gaman að sjá hann í A-landsliðinu í komandi framtíð.

Brynjar Gauti Guðjónsson 8

Spilaði í miðverðinum með Sverri. Virkilega flottur í dag, tók skynsamlegar ákvarðnir og fín frammistaða.

Hjörtur Hermannsson 7

Hjörtur kom til baka úr meiðslum í tak og tók stöðu Harðar sem var í leikbanni. Hann átti góðan dag í bakverðinum og var öruggur, öflugur varnarlega. Virkilega spennandi leikmaður fyrir framtíðina.

Arnór Ingvi Traustason 7

Hann var öruggur á boltann og með góðar sendingar. Hann getur ekki kvartað yfir sinni frammistöðu þessi öflugur miðjumaður Norrköping.

Þorri Geir Rúnarsson 7

Hann var virkilega flottur í þessum leik. Kom inn í liðið með mikið sjálfstraust og átti varla feilsendingu. Flottur leikur hjá Þorra.

Guðmundur Þórarinsson 6

Hann var ekki líkur sjálfum sér í fyrri hálfleik og átti slakar sendingar. Leikur hans var þó töluvert betri í þeim síðari og var öruggið uppmálað á miðjunni.

Andri Rafn Yeoman 6

Hann gerði það sem hann átti að gera. Hann hljóp úr sér líftóruna og var frammistaða hans yfir heildina mjög fín.

Ólafur Karl Finsen 6

Óli Kalli var þokkalegur í dag. Hann skoraði í síðari hálfleik eftir fyrirgjöf Orra en dómarinn dæmdi á einhvern ótrúlegan hátt markið af, fáránleg dómgæsla. Hann getur þó gengið frá þessum leik sáttur.

Hólmbert Aron Friðjónsson 7

Hann var að eiga við tvo svakalega miðverði. Hann átti í basli með þá og virtist vera haltrandi á vellinum. Hann hefur spilað betur en það má þó taka það fram að Ísland var að spila varnarsinnað með skyndisóknir í huga. Hann skoraði úr vítinu sem jafnaði leikinn, gó spyrna hjá honum.
Athugasemdir
banner