þri 14. október 2014 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ferguson: Van Gaal þarf meiri tíma
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson líst mjög vel á Louis van Gaal, hollenska knattspyrnustjóra Manchester United, þrátt fyrir erfiða byrjun á deildartímabilinu.

Man Utd er í fjórða sæti ásamt Tottenham og Swansea með ellefu stig eftir sjö umferðir. Topplið Chelsea er átta stigum á undan Rauðu djöflunum en Manchester City er í öðru sæti með fjórtán stig.

,,Hann hefur ekki verið að ná þeim úrslitum sem fólk hefur verið að búast við, en þegar ég tók við félaginu náði ég heldur ekki þeim úrslitum sem ég bjóst við," sagði Ferguson.

,,Þar sem við þurftum á þeim tíma var að stjórn félagsins myndi styðja mig og eftir stuðninginn gekk allt frábærlega. Það sama er í gangi núna með Louis og ég efast ekki um að þetta verður allt í lagi.

,,Mér hefur alltaf líkað vel við Louis. Það er áhugavert að fylgjast með því hvernig hann tekst á við fjölmiðla og er gífurlega heiðarlegur í viðtölum.

,,Við spjöllum ekki oft saman en stundum hittumst við eftir leiki og spjöllum aðeins, en við erum ekki í símasambandi eða neitt svoleiðis.

,,Hann er mjög hæf manneskja með sterkt hugarfar, hann er mikill leiðtogi. Hann veit hvar ég er ef hann þarfnast mín en það hefur ekki verið nein þörf fyrir símtöl á milli okkar."

Athugasemdir
banner
banner
banner