Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. október 2014 09:30
Alexander Freyr Tamimi
Gylfi með mörk beggja kvölda á Sky Sports
Icelandair
Gylfi skorar oft glæsileg mörk.
Gylfi skorar oft glæsileg mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn með fjögur mörk í þremur leikjum fyrir íslenska landsliðið í undankeppni EM 2016 og er meðal markahæstu manna.

Þessi frábæri miðjumaður Swansea skoraði bæði mörk Íslands í sögufrægum 2-0 sigri gegn Hollandi á Laugardalsvelli í gærkvöldi, en hann skoraði einnig fyrsta markið í 3-0 sigrinum gegn Lettlandi á dögunum.

Gylfi Þór skoraði fyrra mark Íslands í gærkvöldi úr vítaspyrnu og tvöfaldaði svo forystuna rétt fyrir leikhlé með hreint út sagt mögnuðu skoti eftir hornspyrnu. Það skal því engan undra að Sky Sports valdi markið hans Gylfa mark kvöldsins í gær.

Sky Sports, með hjálp lesenda, valdi einnig markið hans Gylfa gegn Lettlandi síðasta föstudag mark þess kvölds, en Hafnfirðingurinn er heldur betur vanur því að skora glæsileg mörk og skoraði t.a.m. flottasta mark Tottenham á síðasta tímabili að mati stuðningsmanna.

Hér að neðan má sjá seinna mark Gylfa frá því í gærkvöldi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner