Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. október 2014 20:25
Alexander Freyr Tamimi
Heimir búinn að framlengja við FH (Staðfest)
Heimir verður áfram í Hafnarfirði.
Heimir verður áfram í Hafnarfirði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur staðfest nýjan samning þjálfarans Heimis Guðjónssonar, en hann mun þjálfa liðið næstu tvö árin.

Vangaveltur höfðu átt sér stað um framtíð Heimis, sem var samningslaus eftir síðustu leiktíð, en nú er ljóst að hann verður áfram í Hafnarfirði.

Heimir hefur unnið fjöldan allan af titlum með FH í gegnum tíðina en þurfti að horfa á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Stjörnunnar í ár.

Yfirlýsing FH:
Knattspyrnudeild FH og Heimir Guðjónsson hafa náð samkomulagi um að Heimir muni þjálfara FH liðið áfram næstu tvö ár. Heimir hefur þjálfað liðið frá árinu 2008 en áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari liðsins frá árinu 2006 og þar áður leikmaður frá árinu 2000.

,,Við erum gríðarlega ánægðir með það að Heimir verði áfram hjá FH. Hann er að okkar mati í hópi bestu þjálfara landsins,“ sagði Birgir Jóhannson framkvæmdastjóri FH.
Athugasemdir
banner
banner