Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. október 2014 09:09
Magnús Már Einarsson
Jökull farinn frá ÍBV - Gæti lagt skóna á hilluna
Jökull Ingason Elísabetarson.
Jökull Ingason Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Ingason Elísabetarson er á förum frá ÍBV en hann hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við félagið.

,,Ég talaði við þá fyrir ekkert alltof löngu síðan og sagði þeim að ég vildi nýta mér uppsagnarákvæði og losna undan samningi," sagði Jökull við Fótbolta.net í dag.

,,Þetta var fínn tími og eyjamenn eru höfðingjar heim að sækja en það gengur ekki upp að vera þar áfram. Ég vona að þeim gangi sem allra best."

Jökull gekk til liðs við ÍBV fyrir ári síðan eftir að hafa leikið með Blikum í fjögur ár þar á undan.

Þessi þrítugi miðjumaður og bakvörður segist ekkert hafa ákveðið með framhaldið en Jökull íhugar jafnvel að setja skóna upp í hillu.

,,Í augnablikinu er ég í fríi og hugsa ekkert um hvað tekur við en það getur verið hvað sem er. Ég hef velt því fyrir mér að hætta og það getur orðið niðurstaðan. Það getur líka verið að ég taki þetta af krafti en þetta er ekki eitthvað sem ég ákveð á næstunni," sagði Jökull.
Athugasemdir
banner
banner
banner