Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. október 2014 21:00
Alexander Freyr Tamimi
Leikur Serbíu og Albaníu blásinn af vegna slagsmála
Albanskir stuðningsmenn.
Albanskir stuðningsmenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Serbíu og Albaníu í undankeppni EM 2016 var blásinn af í kvöld eftir að allt fór úr böndunum.

Látalætin hófust þegar lítill dróni flaug með albanska fánann yfir völlinn, en þegar serbneski landsliðsmaðurinn Aleksander Mitrovic dró niður fánann réðust leikmenn Albaníu á hann og allt varð vitlaust.

Allt varð einnig vitlaust meðal stuðningsmanna á Partizan leikvangnum, þrátt fyrir að UEFA hefði bannað stuðningsmönnum Albaníu að koma til landsins. Þó var ákveðið að þessar tvær þjóðir mættu mætast, þrátt fyrir gríðarlega pólitíska spennu á milli þeirra í áraraðir.

Einhverjir Albanir komust þó á völlinn og þegar þeir byrjuð að fljúga þjóðfána sínum yfir vellinum, ásamt korti af Kosovo, varð fjandinn laus.

Leikmenn Albaníu þurftu á endanum að flýja völlinn sem og leikmenn Serba, en þeirra á meðal voru Branislav Ivanovic, Matija Nastasic, Aleksander Kolarov, Dusan Tadic og Nemanja Matic.

Serbar hafa ætíð neitað að viðurkenna sjálfstæði Kosovo og fer það fyrir brjóst Albana.

Myndband af fjaðrafokinu má sjá hér að neðan, en með því að smella hér




Athugasemdir
banner
banner