Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 14. október 2014 21:32
Alexander Freyr Tamimi
Næsti FIFA listi: Ísland best Norðurlandanna
Icelandair
Íslendingar rjúka upp heimslistann.
Íslendingar rjúka upp heimslistann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið í knattspyrnu verður að öllum líkindum í 28. sæti heimslista FIFA þegar hann verður næst gerður opinber í næstu viku. Ísland er nú í 34. sæti og hefur aldrei verið ofar.

27. sætið gæti þó orðið raunin ef Pablo Punyed og félagar í El Salvador ná sigri eða jafntefli gegn Ekvador í kvöld.

Ísland, sem verður með 816 stig, verður þar með í 17. sæti yfir landslið í Evrópu og þar sem Danir töpuðu 1-0 gegn Portúgal í kvöld verður Ísland efst Norðurlanda á listanum. Við tökum fram úr þjóðum á borð við Rússlandi, Danmörku, Svíþjóð, Wales, Skotlandi og Gana.

Við hefðum orðið sæti ofar ef Slóvakar, sem er sex sætum neðar en við í dag, hefðu þeir ekki unnið magnaðan sigur gegn Spáni. Þeir hoppa yfir okkur ur 40. í 25. sæti.

Ísland verður þó alltaf efst Norðurlandanna á listanum, sem verður að teljast stórkostlegur árangur. Tökum við fram úr bæði Danmörku og Svíþjóð.

Norðurlöndin:
Ísland - 816
Danmörk - 763
Svíþjóð - 646
Finnland - 510
Noregur - 481
Færeyjar - 42

Liðin í undanriðli A:
Holland - 1375
Tékkland – 870
Ísland - 816
Tyrkland - 614
Lettland - 340
Kasakstan - 218
Athugasemdir
banner
banner