Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. október 2014 16:57
Magnús Már Einarsson
Rio Ferdinand ákærður fyrir ummæli á Twitter
Mynd: QPR
Rio Ferdinand, varnarmaður QPR, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín á Twitter.

Ferdinand hefur tíma til 21. október til að svara ákærunni en hann gæti átt yfir höfði sér leikbann.

Ferdinand kom til QPR frá Manchester United í sumar og hefur virkað ryðgaður í byrjun tímabils.

Eftir að stuðningsmaður Manchester United skaut á hann á lokadegi félagaskiptagluggans svaraði Ferdinand eins og sjá má hér að neðan.

Hann notaði síðan orðið #sket sem þykir móðgandi og því hefur enska knattspyrnusambandið ákært hann.
Athugasemdir
banner
banner