Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 14. október 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Rolf Toft: Danska liðið miklu betra en það íslenska
Rolf Toft.
Rolf Toft.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Rolf Toft, framherji Stjörnunnar, segir að danska U21 árs landsliðið sé mun betra en það íslenska.

Liðin mætast á Laugardalsvelli klukkan 16:15 í dag í síðari leiknum í umspili um sæti á EM.

Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli og Toft vill meina að Danir eigi að klára verkefnið í dag.

,,Ég er smá pirraður yfir því að Danir hafi ekki spilað hraðar í fyrri leiknum. Þeir eru miklu betra lið en Ísland og í þau fáu skipti sem þeir létu boltann ganga með fáum snertingum þá sköpuðu þeir vandræði fyrir Ísland," sagði Toft.

Toft varð Íslandsmeistari með Stjörnunni á dögunum en hann segir að gæðin í Pepsi-deildinni séu talsvert frá dönsku úrvalsdeildinni.

,,Þetta er skrefi neðar en danska úrvalsdeildin. Síðasti leikurinn á tímabilinu á móti FH var með svipuð gæði og ég sé á botninum í dönsku úrvalsdeildinni," sagði Toft.
Athugasemdir
banner
banner
banner