Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 14. október 2014 15:56
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex ekki með U21 árs liðinu vegna meiðsla
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik August Albrecht Schram.
Frederik August Albrecht Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson hefur neyðst til að draga sig úr byrjunarliði U21 árs landsliðsins fyrir leikinn gegn Dönum í umspili um sæti á EM en liðin eigas við klukkan 16:15.

Rúnar Alex er að glíma við meiðsli á nára og eftir upphitun er ljóst að hann getur ekki spilað.

Frederik August Albrecht Schram, markvörður Vestsjælland, kemur í markið og Anton Ari Einarsson verður varamarkvörður.

Leikurinn á Laugardalsvelli hefst klukkan 16:15 og er miðaverð 1500 krónur. Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega, öryrkja og börn 16 ára og yngri.

Smelltu hér til að sjá textalýsingu

Byrjunarlið Íslands:
Frederik August Albrecht Schram (Vestsjælland)
Orri Sigurður Ómarsson (AGF)
Sverrir Ingi Ingason (Viking)
Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Hjörtur Hermannsson (PSV Eindhoven
Arnór Ingvi Traustason (Norrköping)
Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Guðmundur Þórarinsson (Sarpsborg)
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Hólmbert Aron Friðjónsson (Bröndby)

Varamenn:
Anton Ari Einarsson (Valur)
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Emil Pálsson (FH)
Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Emil Atlason (KR)
Athugasemdir
banner