þri 14. október 2014 17:35
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Lilleström hættir - Stuðningsmenn vilja fá Rúnar
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Magnus Hauglund mun hætta sem þjálfari Lilleström eftir tímabilið en frá þessu var greint síðdegis í dag.

Hauglund átti rétt á eins árs framlengingu á samningi sínum sem rennur út í haust en hann ákvað að nýta sér það ekki.

Sænski þjálfarinn ku vera í viðræum við annað ónefnt félag og því hættir hann.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er nú sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá Lilleström en hann spilaði með liðinu frá 1997-2000 við góðan orðstír.

,,Við vonuðumst til að Magnus myndi framlengja en fyrst svo er ekki þá óskum við honum góðs gengis. Það eru margir sem vilja fá Rúnar Kristinsson sem þjálfara núna," sagði Kenneth Kvebek talsmaður er stuðningsmannafélags Lilleström.

Lilleström er í fimmta sæti í norsku úrvalsdeildinni þegar fjórar umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner