Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 14. október 2014 05:55
Magnús Már Einarsson
U21 árs landsliðið mætir Dönum - Miðasala í fullum gangi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 árs landslið Íslands mætir Dönum í dag í hreinum úrslitaleik um sæti á EM á næsta ári.

Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli í Álaborg á föstudag.

Hörður Björgvin Magnússon verður í leikbanni í dag en vonir standa til að Hjörtur Hermannsson og Kristján Gauti Emilsson verði með eftir að hafa verið meiddir í fyrri leiknum.

Miðasala er í gangi á midi.is en miðaverð er 1500 krónur. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Allir á völlinn!

Umspil um sæti á EM U21:
16:15 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner