Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. október 2014 18:14
Brynjar Ingi Erluson
U21: Ótrúlegar lokamínútur er Danir tryggðu sæti sitt á EM
Úr leiknum sem fór fram á Laugardalsvelli
Úr leiknum sem fór fram á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland U21 1 - 1 Danmörk U21 (1-1, Danir áfram á útivallarmarki)
0-1 Nicolaj Thomsen ('90 )
1-1 Hólmbert Aron Friðjónsson ('90, víti )

U21 árs landslið Danmerkur komst í dag áfram á Evrópumótið sem fer fram í Tékklandi næsta sumar en liðið gerði 1-1 jafntefli við U21 árs landslið Íslands. Danmörk komst því áfram á útivallarmarki.

Danir voru töluvert sókndjarfari í leiknum en íslenska vörnin hélt vel. Ólafur Karl Finsen kom íslenska liðinu yfir undir lok leiksins er Orri Sigurður Ómarsson átti frábæra fyrirgjöf en markvörður danska liðsins missti þá boltann áður en Ólafur kom boltanum í netið.

Dómari leiksins dæmdi markið af þar sem hann taldi Ólaf hafa brotið á markverðinum. Það var svo undir lok leiksins er Danir fengu innkast. Innkastið var langt og flaug inn í teiginn og þar var mættur Nicolaj Thomsen til þess að koma boltanum í netið.

Íslendingar fengu vítaspyrnu mínútu síðar er Sverrir Ingi Ingason var felldur í teignum. Hólmbert Aron Friðjónsson steig á punktinn og skoraði af öryggi. Lokatölur því 1-1 á Laugardalsvelli en afar svekkjandi úrslit fyrir íslenska liðið í dag.

Vörnin var skipulögð í báðum leikjum en það var einbeitingaleysi í augnablik sem réði úrslitum í dag. Það verður þó ekki tekið af íslenska liðinu að árangurinn er búinn að vera frábær í þessari undankeppni og ljóst að framtíðin er björt.
Athugasemdir
banner
banner