Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. október 2014 20:48
Alexander Freyr Tamimi
Undankeppni EM: Þýskaland og Írland skildu jöfn
Írar gátu fagnað stigi gegn Þýskalandi.
Írar gátu fagnað stigi gegn Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Ronaldo braut hjörtu Dana.
Ronaldo braut hjörtu Dana.
Mynd: Getty Images
Nokkuð var um óvænt úrslit í undankeppni EM 2016 í kvöld og má þar helst nefna hetjulegt 1-1 jafntefli Írlands gegn heimsmeisturum Þýskalands á útivelli.

Toni Kroos kom Þjóðverjum yfir í seinni hálfleik en John O'Shea jafnaði metin fyrir Írland á lokamínútu leiksins og er Þýskaland því einungis með eitt stig úr leikjunum tveimur gegn Írlandi og Póllandi.

Þá vann Norður-Írland afar óvæntan sigur í Grikklandi, en þeir Jamie Ward og Kyle Lafferty skoruðu mörk gestanna í Aþenu.

Cristiano Ronaldo tryggði Portúgal 1-0 sigur gegn Danmörku í uppbótartíma, en leikið var á Parken í Kaupmannahöfn. Þá gerðu Pólland og Skotland 2-2 jafntefli og Sviss burstaði San Marínó 4-0.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins:

D-riðill:

Þýskaland 1 - 1 Írland
1-0 Toni Kroos ('71)
1-1 John O'Shea ('90)

Gíbraltar 0 - 3 Georgía
0-1 Nikoloz Gelashvili ('9)
0-2 Tornike Okriashvili ('19)
0-3 Jaba Kankava ('69)

Pólland 2 - 2 Skotland
1-0 Krzysztof Maczynski ('12)
1-1 Shaun Maloney ('18)
1-2 Steven Naismith ('57)
2-2 Arkadiusz Milik ('76)

E-riðill

San Marínó 0 - 4
0-1 Haris Seferovic ('10)
0-2 Haris Seferovic ('24)
0-3 Blerim Dzemaili ('30)
0-4 Xherdan Shaqiri ('79)

F riðill

Færeyjar 0 - 1 Ungverjaland
0-1 Adam Szalai ('22)

Finnland 0 - 2 Rúmenía
0-1 Bogdan Stancu ('54)
0-2 Bogdan Stancu ('83)

Grikkland 0 - 2 Norður Írland
0-1 Jamie Ward ('9)
0-2 Kyle Lafferty ('51)

I riðill

Danmörk 0 - 1 Portúgal
0-1 Cristiano Ronaldo ('90)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner