Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mið 14. október 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Höskuldur skoðar aðstæður hjá Hammarby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, kantmaður Breiðabliks, mun um næstu helgi fara til Svíþjóðar að skoða aðstæður hjá Hammarby samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Hinn 21 árs gamli Höskuldur sló í gegn með Breiðabliki í Pepsi-deildinni í sumar en hann skoraði sex mörk í tuttugu leikjum.

Fleiri erlend félög hafa áhuga á að fá Höskuld í sínar raðir en hann ætlar að skoða aðstæður hjá Hammarby.

Höskuldur fer út um helgina og fylgist með leik Hammarby og Helsingborg á sunnudag.

Landsliðsmennirnir Ögmundur Kristinsson og Birkir Már Sævarsson eru báðir á mála hjá Hammarby.

Liðið siglir lygnan sjó í níunda sæti í sænsku úrvalsdeildinni af sextán liðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner