Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. október 2017 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Þetta var mjög erfiður dagur
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Við byrjuðum mjög illa og þetta var mjög erfiður dagur," sagði Conte við fjölmiðlamenn eftir leikinn.

„Við þurfum að átta okkur á því af hverju við töpuðum þessum leik. Við vorum án þriggja mikilvægra leikmanna í leiknum, en við verðum að finna lausnir þegar leikmenn eru meiddir."

„Það er erfitt að tapa þessum leikjum, en við verðum að takast á við stöðuna og gera okkar besta."

„Við verðum að taka hvern leik fyrir sig, þetta tímabil verður mjög erfitt á öllum sviðum. Við munum sjá hvað hefur gerst þegar tímabilinu lýkur, en við erum að reyna að byggja eitthvað mikilvægt, sem mun reynast okkur vel í framtíðinni."

„Eina lausnin sem ég kann í þessari stöðu er að vinna og vinna og vinna og vinna," sagði sá ítalski að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner