lau 14. október 2017 09:15
Elvar Geir Magnússon
Cotterill splæsti í helgarfrí eftir fyrsta leik
Cotterill var í besta skapi eftir leik í gær.
Cotterill var í besta skapi eftir leik í gær.
Mynd: Getty Images
Steve Cotterill, nýr stjóri Birmingham, var svo ánægður með 1-0 sigurinn gegn Cardiff í gær að hann gaf leikmönnum sínum helgarfrí.

Þetta var fyrsti leikur Birmingham undir stjórn Cotterill og komst liðið upp úr fallsæti. Harry Redknapp var rekinn eftir 6-1 tap gegn Hull.

„Ég er stoltur af liðinu. Ég þakkaði strákunum í klefanum. Allt í leikskipulagi okkar gekk eftir. Cardiff átti ekki skot á markið og það var vegna þeirrar vinnu sem við lögðum á okkur," segir Cotterill.

Che Adams skoraði eina markið í gær á 19. mínútu eftir einstaklingsframtak.

„Che er frábær í að klára færi og á það til að vera á réttum stað á réttum tíma. Það hjálpaði mikið að skora fyrsta markið. Strákarnir eiga svo sannarlega skilið að fá helgarfrí."

Neil Warnock, stjóri Cardiff, var allt annað en sáttur við dómara leiksins. Hann var brjálaður yfir því að fá ekki vítaspyrnu í leiknum. Cardiff er áfram á toppi Championship-deildarinnar en gæti misst toppsætið í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner