Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. október 2017 13:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Mörkin létu ekki sjá sig í stórleiknum
Mynd: Getty Images
Liverpool 0 - 0 Manchester Utd

Mörkin létu ekki sjá sig þegar erkifjendurnir Liverpool og Manchester United áttust við í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var fyrsti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni eftir landsleikjahlé og væntingarnar voru miklar, en það er ekki hægt að segja að leikurinn hafi staðist þessar miklu væntingar. Einhverjar áhorfendur hafa líklega dottað eitthvað í sófanum heima.

Liverpool stjórnaði ferðinni og þeir fengu besta færi leiksins þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. David de Gea varði hins vegar meistaralega frá Joel Matip.

Annars er ekki hægt að segja mikið meira frá þessum leik. Liverpool var meira með boltann og voru sterkari, en United varðist vel og hélt á núllinu. United-menn væntanlega ánægðir með stigið.

Man Utd er núna á toppi deildarinnar, en nágrannar þeirra í Manchester City geta endurheimt toppsætið með sigri á Stoke í dag. Liverpool er í sjötta sæti með 13 stig í pokanum.



Athugasemdir
banner
banner
banner