Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. október 2017 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Palace vann Chelsea - Man City skoraði sjö
Jóhann Berg lagði upp
Loksins gátu stuðningsmenn Crystal Palace glaðst.
Loksins gátu stuðningsmenn Crystal Palace glaðst.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jói Berg átti góða innkomu.
Jói Berg átti góða innkomu.
Mynd: Getty Images
Það var heldur betur stuð í leikjunum sem hófust 14:00 í ensku úrvalsdeildinni. Það vantaði ekki mörkin!

Crystal Palace hafði ekki skorað mark og tapað öllum sínum leikjum áður en þeir mættu Englandsmeisturum Chelsea í dag.

Flestir bjuggust við því að Chelsea myndi sækja þrjú stig á Selhurst Park í dag, en svo var svo sannarlega ekki. Crystal Palace ætlaði sér að fá eitthvað úr þessum leik og þeir börðust fyrir því.

Yohan Cabaye skoraði fyrsta mark Palace á tímabilinu á 11. mínútu í dag, en forysta heimamanna entist ekki lengi því Tiemoue Bakayoko, miðjumaður Chelsea, jafnaði á 18. mínútu.

Palace komst aftur yfir fyrir hálfleik og var þar að verki Wilfried Zaha. Zaha hefur verið meiddur en hann kom inn í dag og stóð sig vel.

Chelsea reyndi í seinni hálfleiknum, en þeim tókst ekki að jafna. Lokaniðurstaðan 2-1 fyrir Crystal Palace og þeirra fyrsti sigur og fyrstu mörk á tímabilinu staðreynd, og það gegn meisturunum.

Manchester City endurheimti toppsætið með stæl. Þeir burstuðu Stoke 7-2, en það virðist fátt geta stöðvað City.

Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp fyrir Burnley í 1-1 jafntefli gegn West Ham. Jóhann Berg byrjaði á bekknum, en kom inn á og var gríðarlega öflugur. Auk þess að leggja upp var hann næstum því búinn að skora, hann var óheppinn að gera það ekki.

Tottenham vann 1-0 gegn Bournemouth og Swansea hafði betur gegn nýliðum Huddersfield, 2-0.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar dagsins.

Burnley 1 - 1 West Ham
0-1 Michail Antonio ('19 )
1-1 Chris Wood ('85 )
Rautt spjald: Andrew Carroll, West Ham ('27)

Crystal Palace 2 - 1 Chelsea
1-0 Yohan Cabaye ('11 )
1-1 Tiemoue Bakayoko ('18 )
2-1 Wilfred Zaha ('45 )

Manchester City 7 - 2 Stoke City
1-0 Gabriel Jesus ('17 )
2-0 Raheem Sterling ('19 )
3-0 David Silva ('27 )
3-1 Mame Diouf ('44 )
3-2 Kyle Walker ('47 , sjálfsmark)
4-2 Gabriel Jesus ('55 )
5-2 Fernandinho ('60 )
6-2 Leroy Sane ('62 )
7-2 Bernardo Silva ('79 )

Swansea 2 - 0 Huddersfield
1-0 Tammy Abraham ('42 )
2-0 Tammy Abraham ('48 )

Tottenham 1 - 0 Bournemouth
1-0 Christian Eriksen ('47 )

Leikur Watford og Arsenal hefst 16:30.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner