lau 14. október 2017 12:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er Óli Kalli búinn að kveðja Stjörnuna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurin Ólafur Karl Finsen er samningslaus, en flest bendir til þess að hann sé á förum frá Stjörnunni.

Núna á mánudaginn geta önnur íslensk félög farið að ræða við hann.

Ólafur Karl kom við sögu í 12 leikjum í Pepsi-deild karla í sumar, í flestum þeirra kom hann inn á sem varamaður.

Hann sleit krossband á síðasta ári en kom til baka í sumar til mikillar ánægju stuðningsmanna Stjörnunnar.

Núna er hins vegar líklegt að hann sé á förum frá Stjörnunni. Hann er búinn að birta myndband á Instagram sem hægt er að túlka að einhverju leyti sem kveðjumyndband.

Smelltu hér til að sjá myndbandið.

Ólafur Karl hefur verið mikið orðaður við Íslandsmeistara Vals, en hann hefur einnig verið orðaður við Víking R. og Keflavík.

But everything we've ever known's here I never wanted it to die 💙 #210

A post shared by Ólafur Finsen (@olikalli) on


Athugasemdir
banner
banner