lau 14. október 2017 06:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: FH stelpur 
Fyrirliðinn framlengir við FH
Halla í leik með FH.
Halla í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halla Marinósdóttir skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við FH. Halla var fyrirliði liðsins á síðasta tímabili en meiddist alvarlega snemma á leiktíðinni og gat lítið leikið með liðinu.

Halla á að baki 122 leiki í meistaraflokki og þar af 108 fyrir FH.

„Það er okkur FH–ingum mikið ánægjuefni að vera búnir að tryggja okkur krafta hennar og reynslu næstu tvö keppnistímabil.
Halla var sátt að lokinni undirskrift og vonar að liðið muni halda áfram að bæta árangurinn á næsta tímabili,"
segir á heimasvæði FH á Facebook.

Þar segir Halla:

„Það var auðvitað mjög svekkjandi að meiðast svona illa í sumar og missa af stórum hluta mótsins. En liðið stóð sig vel og er alltaf að taka framförum. Markmið okkar er að byggja ofan á árangur síðustu ára og halda áfram að bæta árangur liðsins. Ég er viss um að við getum gert ennþá betur næsta sumar," segir Halla.

FH hafnaði í sjötta sæti Pepsi-deildar kvenna á liðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner