Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 14. október 2017 13:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Liverpool mætti ekki spila svona fótbolta
Mynd: Getty Images
„Liverpool má ekki spila svona fótbolta en það er í lagi fyrir Manchester United," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir markalaust jafntefli gegn Manchester United í dag.

„Þetta var góð frammistaða og við hefðum átt skilið að fá þrjú stig. Við vorum óheppnir í nokkrum og De Gea átti auðvitað þessa mögnuðu vörslu," sagði Klopp svekktur eftir leikinn.

„Leikmennirnir voru að spila vel. Síðustu leikir hafa ekki verið fullkomnir, en í dag vorum við einbeittir á verkefnið."

„Þegar mótherjinn er svona varnarsinnaður þá ertu ekki að fara að skapa 20 marktækifæri."

Rifrildi hafa skapast á samfélagsmiðlum um hvort Romelu Lukaku, sóknarmaður Manchester United, hefði átt að fá rautt í leiknum.

„Dómarinn hefði átt að gefa okkur vítaspyrnu. Svo átti Lukaku kannski átt að fá rautt spjald. Ef dómarinn hefði dæmt öðruvísi í þessum atvikum hefði útkoman verið öðruvísi."

„Við verðum að halda áfram."
Athugasemdir
banner
banner