Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 14. október 2017 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Krychowiak sakar Unai Emery um blekkingar
Mynd: West Brom
Grzegorz Krychowiak, miðjumaður West Brom, hefur sakað sinn fyrrum knattspyrnustjóra, Unai Emery, um blekkingar.

Emery þjálfari Krychowiak hjá Sevilla og fékk hann síðan með sér til Paris Saint-Germain. Hjá PSG fékk hann hins vegar lítið að spila, hann byrjaði aðeins sjö leiki, og það er hann ósáttur með.

Krychowiak var hissa á að fá svona lítið að spila hjá Emery.

„Ég talaði oft við þjálfarann (Unai Emery) en mér fannst eins og hann væri að blekkja mig í hvert skipti sem við töluðum saman," sagði Krychowiak í samtali við Telegraph í gær.

„Hann þekkir mig mjög vel. Við vorum í tvö ár saman hjá Sevilla. Hann sagði mér að koma til PSG, en ég fékk ekki að spila."

„Fyrir alla leikmenn er það mikilvægasta að spila."

Hann var lánaður til West Brom í sumar, en hann er ekki viss um að hann muni snúa aftur til PSG eftir tímabilið.

„Ég veit það ekki. Það er allt mögulegt í fótbolta, við sjáum til."
Athugasemdir
banner
banner
banner