Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. október 2017 21:59
Kristófer Jónsson
Leikmenn Hertha Berlin krupu á hné fyrir víðsýnan heim
Salomon Kalou spilar með Hertha Berlin
Salomon Kalou spilar með Hertha Berlin
Mynd: Getty Images
Leikmenn Hertha Berlin krupu á hné fyrir leik liðsins gegn Schalke í þýsku Bundesligunni í dag. Þetta gerðu þeir til að sýna stuðning fyrir umburðarlyndi og og víðsýnari heim.

Þessi aðferð hefur sést áður í Amerísku NFL deildinni en lið 49ers voru frumkvöðlar í þessu. Var þetta þá upphaflega gert til að mótmæla framkomu lögreglu gegn blökkumönnum. Hefur þetta vakið mikla athygli vestanhafs og verið opinberlega gagnrýnt af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Nú hefur Hertha Berlin slegist í hópinn með 49ers og verður áhugavert að sjá hvort að fleiri lið í Evrópu munu leggja málefninu lið.



Athugasemdir
banner
banner
banner