Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. október 2017 13:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Hafði engar lausnir á bekknum
Mynd: Getty Images
„Andstæðingurinn var góður í dag," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United, eftir 0-0 jafntefli gegn Liverpool.

„En við spiluðum okkar leik. Í fyrri hálfleiknum fengum við góð færi og við stjórnuðum leiknum vel."

„Matic var þreyttur í seinni hálfleiknum og ég hafði engar lausnir á bekknum. Ég reyndi að styrkja sóknarleikinn með skiptingunum, en sannleikurinn er sá að við misstum kraft og stjórn á miðjunni."

United átti aðeins eitt skot á markið í leiknum.

„Við áttum eitt skot á markið og það er auðvelt fyrir ykkur að tala, en það er erfiðara frá hliðarlínunni. Miðjan hjá Liverpool var mjög sterk. Þeir eru hraðari en við þegar leikurinn opnast."

„Það var enginn möguleiki fyrir okkur að færa leikinn í aðra átt, þetta er jákvætt stig fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner