Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. október 2017 10:20
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ray Parlour og strákarnir okkar í útvarpinu í dag
Ray Parlour er gestur útvarpsþáttarins.
Ray Parlour er gestur útvarpsþáttarins.
Mynd: Getty Images
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson verða á sínum stað í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag milli 12 og 14. Þátturinn er á dagskrá alla laugardaga.

Gestur þáttarins er af dýrari gerðinni. Það er sjálfur Ray Parlour sem varð þrívegis Englandsmeistari með Arsenal og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann lék alls 339 leiki fyrir Arsenal á árunum 1992–2004.

Að sjálfsögðu verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu til umfjöllunar í þættinum og opinberað verður hver var besti leikmaður Íslands í liðinni undankeppni. Farið verður yfir meðaleinkunnir leikmanna í riðlinum.

Þá verður rætt við mennina bak við tjöldin í teymi íslenska landsliðsins. Þar á meðal Frey Alexandersson sem sá um að njósna um mótherja Íslands.

Jónas Guðni Sævarsson verður á línunni. Jónas og félagar í Keflavík komust upp í Pepsi-deildina á liðnu sumri en hann lagði svo skóna á hilluna. Rætt verður við Jónas um feril hans, sumarið hjá Keflavík og framhaldið.

Þá verður að sjálfsögðu fjallað vel um leik Liverpool og Manchester United í enska boltanum. Þegar leiknum lýkur verður rætt við Tryggva Pál Tryggvason af raududjoflarnir.is en hann mun gefa skýrslu frá leiknum.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner