Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. október 2017 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Kári búinn að finna sér traustan félaga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hibernian 0 - 1 Aberdeen
0-1 Gary Mackay-Steven ('38)

Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er búinn að finna taktinn með Aberdeen í Skotlandi.

Hann átti enn og aftur flottan leik þegar Aberdeen mætti Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Aberdeen vann leikinn 1-0 með marki Gary Mackay-Steven þegar 38 mínútur voru liðnar af leiknum.

Í þriðja sinn í röð var Kári að byrja í hjarta varnarinnar með hinum tvítuga Scott McKenna, en í öllum þeim þremur leikjum sem þeir hafa byrjað saman hefur Aberdeen haldið hreinu.

Aberdeen er með 23 stig, rétt eins og Celtic. Liðin eru í efstu tveimur sætum skosku úrvalsdeildarinnar.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner