Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. október 2017 16:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Ronaldo með sigurmark Real Madrid
Mynd: Getty Images
Getafe 1 - 2 Real Madrid
0-1 Karim Benzema ('39 )
1-1 Jorge Molina ('56 )
1-2 Cristiano Ronaldo ('85 )

Cristiano Ronaldo opnaði markareikning sinn í spænsku úrvalsdeildinni í dag þegar Real Madrid hafði betur gegn Getafe.

Madrídingar hafa verið í veseni í upphafi tímabils.

Ef þeir hefði ekki náð að vinna þennan leik þá hefði líklega verið hægt að fara að afskrifa þá í baráttunni um meistaratitilinn, en sem betur fer, fyrir þá, þá tókst þeim að knýja fram sigur.

Karim Benzema kom Real yfir, en Jorge Molina jafnaði fyrir heimamenn. Það stefndi lengi vel í jafntefli, áður en Cristiano nokkur Ronaldo skoraði sigurmarkið þegar fimm mínútur voru eftir.

Real Madrid er núna fjórum stigum á eftir Barcelona, en Börsungar leik gegn Atletico Madrid í kvöld.




Athugasemdir
banner
banner