Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. október 2017 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stíflan brast loksins hjá Crystal Palace
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur skorað, nú geta fréttamenn loksins skrifað það.

Crystal Palace hafði ekki skorað í fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, en stíflan brast loksins hjá þeim í dag.

Markið skoraði miðjumaðurinn Yohan Cabaye í leik gegn Englandsmeisturum Chelsea sem nú er í gangi.

Þetta var fyrsta mark Palace í 731 mínútu í ensku úrvalsdeildinni.

Palace komst 1-0 yfir, en forysta þeirra entist ekki lengi þar sem Tiemoue Bakayoko jafnaði fyrir Chelsea eftir hornspyrnu.

Fylgstu með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu.





Athugasemdir
banner
banner