lau 14. október 2017 14:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Höskuldur og Tryggvi mjög nálægt falli
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Getty Images
Það þarf eitthvað mjög mikið að gerast ef Íslendingalið Halmstad á ekki að falla úr sænsku úrvalsdeildinni.

Eftir tap gegn IFK Göteborg í dag er það ljóst að liðið á ekki möguleika á öruggu sæti. Eini möguleiki liðsins er að fara í umspil, en það er mjög langsótt að liðið nái umspilssæti. Eins og staðan er núna er liðið átta stigum frá umspilssæti þegar það á þrjá leiki eftir.

Höskuldur Gunnlaugsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad í dag, en Elías Már Ómarsson sat allan tímann á bekknum hjá Göteborg sem er um miðja deild.

Halmstad 1 - 2 IFK Göteborg
1-0 Pontus Silfwer ('25, víti)
1-1 August Erlingmark ('53)
1-2 Mikael Boman ('89)

Úrvalsdeild kvenna

Í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð fór Anna Björk Kristjánsdóttir fyrir sínu liði LB07 í 1-0 sigri á Kvarnsveden.

LB07 er nýliði, en liðið er í sjötta sæti af 12 liðum.

LB07 1 - 0 Kvarnsveden
1-0 Mia Persson ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner