Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 14. október 2017 15:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Töpuð stig hjá Guðbjörgu og Hallberu
Hallbera er lykilmaður hjá Djurgården.
Hallbera er lykilmaður hjá Djurgården.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Djurgården 1 - 1 Vittsjö
1-0 Katrin Schmidt ('44)
1-1 Linda Sallstrom ('89)

Íslendingalið Djurgården gerði 1-1 jafntefli gegn Vittsjö í Damallsvenskan, úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð, í dag.

Djurgården var líklegra liðið fyrir leikinn og þær komust yfir þegar stutt var til hálfleiks, markið á 44. mínútu, 1-0.

Djurgården virtist vera að landa sigrinum, en á 89. mínútu jafnaði Vittsjö metin og lokaniðurstaðan 1-1.

Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Djurgården og Hallbera Guðný Gísladóttir spilaði sem vinstri bakvörður.

Djurgården er í fimmta sæti en Vittsjö er í botnbaráttu.

Sjá einnig:
Svíþjóð: Höskuldur og Tryggvi mjög nálægt falli
Athugasemdir
banner
banner