Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. október 2017 14:55
Fótbolti.net
Upptaka - Útvarpsþáttur dagsins í heild sinni
Mynd: Fótbolti.net
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson vor á sínum stað í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Komin er inn upptaka af þættinum og er hægt að hlusta í spilaranum hér fyrir neðan.

Heildarupptökur af öllum þáttum koma inn á Vísi

Gestur þáttarins var af dýrari gerðinni, sjálfur Ray Parlour sem varð þrívegis Englandsmeistari með Arsenal og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann lék alls 339 leiki fyrir Arsenal á árunum 1992–2004.

Að sjálfsögðu voru strákarnir okkar í íslenska landsliðinu til umfjöllunar í þættinum og opinberað hver var besti leikmaður Íslands í liðinni undankeppni. Farið var yfir meðaleinkunnir leikmanna í riðlinum.

Þá var rætt við mennina bak við tjöldin í teymi íslenska landsliðsins. Þar á meðal Frey Alexandersson sem sá um að njósna um mótherja Íslands.

Jónas Guðni Sævarsson var á línunni. Jónas og félagar í Keflavík komust upp í Pepsi-deildina á liðnu sumri en hann lagði svo skóna á hilluna. Rætt var við Jónas um feril hans, sumarið hjá Keflavík og framhaldið.

Þá var að sjálfsögðu fjallað um leik Liverpool og Manchester United í enska boltanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner