Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. október 2017 20:32
Kristófer Jónsson
Varaforseti Mónakó vill feta í fótspor ensku úrvalsdeildarinnar
Mbappe endaði á að fara til PSG fyrir gluggalok
Mbappe endaði á að fara til PSG fyrir gluggalok
Mynd: Getty Images
Vadim Vasilyev, varaforseti Mónakó, vill feta í fótspor ensku úrvalsdeildarinnar og loka félagsskiptaglugganum fyrir mót.

Þessar reglur munu taka gildi í Englandi á næsta ári en Vasilyev vill að öll Evrópa fari sömu leið. Ástæðuna segir hann að mikil ringulreið geti skapast innan félaga þegar óvissa er með leikmenn í þeirra herbúðum.

Þessa skoðun Vasilyev er vel hægt að skilja þar sem að mikil óvissa var með bæði Kylian Mbappe, sem endaði á að fara til PSG, og Thomas Lemar, sem var áfram í herbúðum Mónakó, þegar að mótið var byrjað. Áhugavert verður að sjá hvað aðrar deildir gera í framhaldinu.
Athugasemdir
banner
banner