lau 14. október 2017 16:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zaha: Ég er svo þreyttur
Mynd: Getty Images
„Ég er svo þreyttur, en þetta var þess virði," sagði Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, eftir 2-1 sigur á Chelsea í dag.

„Við urðum að vinna!" sagði Zaha sem var að snúa aftur eftir að hafa verið að glíma við erfið meiðsli.

Þetta var fyrsti sigur Palace á tímabilinu, en þeir höfðu tapað öllum sínum leikjum fyrir þennan leik og ekki skorað mark.

Það var því skiljanlega mikill léttir fyrir Palace að fá sigur í dag.

„Þú veist aldrei í fótbolta. Við vorum með plan fyrir leikinn, við lögðum mikið á okkur og nýttum færin okkar."

„Það er draumur að vinna Chelsea á heimavelli. Nú hefst endurkoman, það er meira sjálfstraust í liðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner