Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   mið 14. nóvember 2012 20:37
Elvar Geir Magnússon
Lagerback: Þokkalegt en ekki meira en það
Lars Lagerback landsliðsþjálfari.
Lars Lagerback landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki einn af okkar bestu leikjum. Frammistaðan var þokkaleg en ekki meira en það," sagði Lars Lagerback landsliðsþjálfari við Fótbolta.net eftir 2-0 sigurinn í Andorra í kvöld. Um vináttulandsleik var að ræða.

„Ég er ánægður með hugarfar leikmanna og hversu einbeittir við vorum í varnarleiknum. Heimamenn fengu ekki mörg færi í leiknum og varnarlega vorum við öruggir."

Lagerback hefði viljað fá fleiri mörk frá íslenska liðinu.

„Við sköpuðum okkur nokkur mjög góð færi og hefðum vel getað skorað fleiri mörk. En völlurinn var erfiður og aðstæðurnar hefðu getað verið betri."

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði í sínum fyrsta landsleik.

„Rúnar sýndi það enn og aftur að hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður sem getur sprengt upp leikinn. Hann á bara eftir að verða betri þegar hann öðlast meiri reynslu og kemst í sterkari deild," sagði Lagerback.

Ólafur Ingi Skúlason var að leika sinn fyrsta landsleik undir stjórn Lagerback.

„Hann var smá tíma að komast í gang en ég var sérstaklega ánægður með það hvernig hann kom inn í seinni hálfleikinn. Hann lék mjög vel seinni helming leiksins. Svo spilaði Jón Daði (Böðvarsson) ekki mikið en hann er hæfileikaríkur og verður spennandi að sjá hvernig hann þróast."
Athugasemdir
banner
banner