Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 14. nóvember 2016 15:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Aron Einar: Viljum klára þetta ár almennilega
Icelandair
Aron á æfingu á Möltu í dag.
Aron á æfingu á Möltu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, á fínar minningar af Ta'Qali leikvanignum í Möltu en hann spilaði sinn fyrsta landsleik þar árið 2008.

„Það var á móti Hvíta-Rússlandi á Möltumótinu 2008. Þetta eru ágætis minningar, það var mikil spenna að spila fyrsta leikinn. Ég, Theódór Elmar og Bjarni Viðars fórum áfram í U-21 árs verkefni eftir það. Við spiluðum bara einn leik hérna," sagði Aron.

Aron þekkir Michael Mifsud, skærustu stjörnu Maltverja, en þeir léku saman hjá Coventry á sínum tíma.

„Hann er snöggur þó hann sé orðinn 35 ára. Hann hefur ennþá hraða og tækni. Hann er flottur gaur sem var gaman að spila með þegar hann var aðeins yngri."

Malta er í 178 sæti á heimslista FIFA en liðið hefur ekki unnið marga leiki undanfarin ár.

„Þeir hafa verið að vinna í varnarleiknum, þeir eru með ítalskan þjálfara sem er að vinna í því. Þeir hafa verið að ná ágætis úrslitum þó að stigin séu ekki mörg. Þeir hafa ekki verið að tapa stórt á móti fínum liðum."

Ísland komst auðvitað á EM í sumar og hefur árið hjá landsliðinu verið gjörsamlega magnað.

„Þetta er búið að vera okkar besta ár og við munum muna eftir þessu ári í einhvern tíma. Það er um að gera að klára þetta ár á góðum úrslitum. Heilt yfir er þetta ár búið að vera frábært og við viljum klára það almennilega á móti Möltu," sagði Aron.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner