Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 14. nóvember 2016 08:00
Magnús Már Einarsson
Zagreb
Heimir: Vonumst til að allir fái spiltíma
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, reiknar með að gera talsverðar breytingar á liðinu fyrir vináttuleikinn gegn Möltu annað kvöld frá því í leiknum gegn Króatíu um helgina.

„Við höfum alltaf notað þessa vináttuleiki í að prófa nýja leikmenn og leyfa þeim að fá tækifæri til að spila. Það breytist ekkert á móti Möltu. Það fá vonandi allir að spreyta sig eitthvað. Við vonumst til að allir fá spiltíma í þessu verkefni," sagði Heimir við Fótbolta.net í gær.

Ari Freyr Skúlason fékk sýkingu í fótinn fyrir helgi og var ekki með í leiknum gegn Króatíu

„Hann fékk sýkingu í fótinn og gat ekkert verið með. Við hefðum getað deift hann ef við hefðum þurft á honum að halda inn á í gær en við ákváðum að gera að ekki. Við sjáum til hvernig hann verður. Hann er búinn að vera á pensilíni og lagast hratt."

Malta tapaði 1-0 gegn Slóveníu í undankeppni HM á föstudag en liðið er án stiga í keppninni. Heimir býst þrátt fyrir það við erfiðum leik.

„Þetta er skipulagt lið sem spilar með fimm manna vörn. Þeir hafa ekki breytt liðinu mikið á milli vináttuleikja og leikja í keppni. Við búumst við sama liði og tapaði 1-0 gegn Slóvenum. Þar voru þeir að spila ansi vel. Þeir eru með ítalskan þjálfara og fá lítið af mörkum á sig. Þetta verður hörkuleikur," sagði Heimir.

Næsti leikur Íslands í undankeppni HM er gegn Kosovo í mars. Kosovo er í 164. sæti á heimslistanum og á uppleið á meðan Malta er í 178. sæti á heimslistanum. Sér Heimir líkindi með þessum liðum?

„Kosovo er miklu sókndjarfara lið. Þeir eru með tekníska einstaklinga. Ég sá Kosovo á móti Tyrkjum í gær (í fyrradag) og þar áttu þeir að komast í 1-0 eða 2-0 í fyrri hálfleik. Þeir hefðu getað unnið þann leik en kláruðu ekki færin sín og enduðu á að tapa. Þerr eru miklu meira en sýnd veiði og við þurfum að vera einbeittir þegar við förum í þann bardaga," sagði Heimir.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Heimir: Þeir sköpuðu ekki opin færi allan leikinn
Athugasemdir
banner
banner