Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 14. nóvember 2017 06:47
Elvar Geir Magnússon
Buffon með tárin í augunum: Leiðinlegt að enda svona
Buffon gat ekki leynt tilfinningum sínum.
Buffon gat ekki leynt tilfinningum sínum.
Mynd: Getty Images
„Það er leiðinlegt að minn síðasti landsleikur endi með því að okkur mistekst að komast á HM," sagði Gianluigi Buffon, markvörður Ítalska landsliðsins, eftir markalaust jafntefli Ítalíu gegn Svíþjóð í gær.

Ítalíu mistókst að snúa við 1-0 tapi í fyrri leiknum í Stokkhólmi og verður ekki með á HM í Rússlandi á næsta ári.

Buffon átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir leik og var með tárin í augunum. Hann átti möguleika á að verða fyrsti maðurinn til að taka þátt í sex lokakeppnum HM.

„Þetta eru vonbrigði," sagði þessi 39 ára goðsögn í ítölskum fótbolta en hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006.

„Þetta eru vonbrigði fyrir þjóðina, fyrir hana er mikilvægt að við séum á HM. Við náðum ekki að syna okkar besta bolta, það er eftirsjáin. Okkur skorti kraft og bit til að skora mark. Það voru smáatriði sem réðu úrslitum í þessu einvígi og þetta féll með þeim."

Þetta er í fyrsta sinn sem Ítalíu tekst ekki að komast á HM síðan 1958. Þrátt fyrir vonbrigðin segir Buffon að framtíð ítalska landsliðsins sé björt og að margir efnilegir leikmenn séu að taka við keflinu.

Sjá einnig:
Barzagli, Chiellini og De Rossi hættir með landsliðinu


Athugasemdir
banner
banner
banner