Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. nóvember 2017 06:30
Elvar Geir Magnússon
Erlingur áfram hjá Víkingum
Erlingur hefur leikið fyrir U17 og U19 landslið Íslands.
Erlingur hefur leikið fyrir U17 og U19 landslið Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík hefur komist að samkomulagi við sóknarleikmanninn Erling Agnarsson um tveggja ára framlengingu á samningi hans hjá félaginu.

Erlingur er fæddur 1998 og á að baki 26 leiki og 1 mark fyrir Víking í deild og bikar.

Í gær var greint frá því að Davíð Örn Atlason hefði gert nýjan samning.

„Þeir eru báðir uppaldir hjá Víkingi og lýsir knattspyrnudeildin mikilli ánægju með að þessir mikilvægu leikmenn hafi framlengt samninga sína," segir í tilkynningu frá Víkingum.

Víkingar enduðu í 8. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og verður Logi Ólafsson áfram við stjórnvölinn. Arnar Gunnlaugsson var um liðna helgi ráðinn aðstoðarþjálfari hans.
Athugasemdir
banner
banner