Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. nóvember 2017 07:35
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Heimir: Nokkuð viss um að Gylfi mun spila
Icelandair
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason gátu báðir tekið þátt í æfingu Íslands í Katar í gær. Þeir hafa verið að glíma við meiðsli.

Það er þó ólíklegt að þeir komi við sögu í dag þegar Ísland mætir Katar í vináttulandsleik hér í Doha.

„Þeir geta vonandi farið inn í byrjunarlið sinna liða eftir þetta verkefni. Ég er aftur á móti nokkuð viss um að Gylfi muni sp
ila í þessum leik,"
segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi.

Heimir er mjög ánægður með hvernig ferðin til Katar hefur tekist.

„Við höfum getað æft marga praktíska hluti og við erum líka að hugsa lengra en til Rússlands. Erum að hugsa tvö til þrjú ár fram í tímann þar sem bíða mörg erfið og skemmtileg verkefni. Þá viljum við geta leitað í stóran og breiðan hóp."

Í líklegu byrjunarliði sem Fótbolti.net setti saman er Diego Jóhannesson, leikmaður Real Oviedo, í hægri bakverðinum.

„Það er nýtt fyrir okkur að vera með leikmann sem talar ekki íslensku en allir okkar fundir fara eðlilega fram á íslensku. Svo verður að túlka það mikilvægasta fyrir hann eftir fundinn. Það verður gaman að sjá hvað hann hefur fram að færa í leiknum gegn Katar. Ég veit að það eru aðrir, sem hafa minna séð til hans, sem bíða spenntari. Þetta er strákur sem spilar í góðu liði í góðri deild og er fínasti leikmaður. Öðruvísi týpa en við erum með. Sérstaklega góður sóknarlega og það tekur tíma að slípa sig inn í varnarleik eins og við spilum," segir Heimir við Vísi.

Sjá einnig:
Níu sem ekkert komu við sögu gegn Tékkum

Líklegt byrjunarlið Íslands: Ögmundur Kristinsson (m); Diego Jóhannesson, Ragnar Sigurðsson, Jón Guðni Fjóluson, Ari Freyr Skúlason; Theodór Elmar Bjarnason, Rúnar Már Sigurjónsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason; Arnór Smárason; Viðar Örn Kjartansson.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net en hann hefst 16:30 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner