þri 14. nóvember 2017 05:55
Elvar Geir Magnússon
Ísland í dag - Strákarnir okkar gegn Katar í Doha
U21 landsliðið í Tallinn
Icelandair
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í sólinni í Katar.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í sólinni í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
A-landslið Íslands mætir Katar í vináttulandsleik í Doha í dag og þá eru strákarnir í U21-landsliðinu einnig í eldlínunni en þeir mæta Eistum á A. Le Coq vellinum í Tallinn.

Leikurinn í Doha er seinni leikur Íslands í þessu landsleikjaverkefni sem er fyrsti liður í undirbúningi liðsins fyrir þátttöku í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi næsta sumar.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Katar og Ísland mætast á fótboltavellinum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma, 19:30 að staðartíma.

Sjá einnig:
Mögulegt byrjunarlið Íslands

Leikur U21 landsliðsins er fimmti leikur liðsins í undankeppni EM en hann hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Ísland er í fimmta sæti riðilsins með fjögur sitg á meðan Eistland er einu sæti neðar, í því neðsta, með eitt stig. Eina stig Eistlands kom í markalausu jafntefli í Albaníu í júní.

Ísland mætti Spáni á fimmtudaginn síðastliðinn, einnig ytra, en sá leikur endaði með 1-0 sigri heimamanna. Síðasti leikur Eistlands var 10. október gegn Norður Írlandi og töpuðu þeir þeim leik 4-2 á útivelli.

Vináttulandsleikur A-landsliðsins:
16:30 Katar - Ísland (Stöð 2 Sport)

Undankeppni EM U21:
16:00 Eistland - Ísland
Athugasemdir
banner
banner