Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 14. nóvember 2017 10:00
Elvar Geir Magnússon
Jón Guðni: Vonandi nýti ég tækifærið vel
Icelandair
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið mætir Katar í vináttulandsleik í Doha klukkan 16:30 að íslenskum tíma í dag.

Búið er að gefa það út að miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson muni fá heilan leik til að sýna sig og sanna.

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið Íslands

Þessi öflugi miðvörður er 28 ára og er lykilmaður hjá Norrköping í Svíþjóð.

„Það er mjög spennandi að fá alvöru leik. Vonandi mun ég nýta tækifærið vel," sagði Jón Guðni í samtali við Fótbolta.net í vikunni en þá var ekki búið að skoða lið Katar ítarlega.

Norrköping endaði í sjötta sæti í sænsku deildinni á liðnu tímabili.

„Það er allt í lagi miðað við það sem hafði gengið á þetta tímabilið. Við höfum selt mikið og það eru ekki margir leikmenn eftir frá því að ég kom. Það hafa ungir leikmenn komið inn, það var skipt um þjálfara á miðju tímabili og um leikkerfi. Í heildina litið er þetta á pari held ég."

„Við erum búnir að breyta í þriggja manna vörn en flest liðin í Svíþjóð eru komin í það í dag og við fylgjum straumnum. Ég fíla betur þegar það eru tveir hafsentar. Þegar það eru þrír í línu er meiri hætta á samskiptaörðugleikum og svoleiðis."

Jón Guðni hefur spilað í Svíþjóð í fimm ár og líður vel í landinu.

„Mér líður mjög vel. Þegar ég kom þangað var ekki planið að vera svona lengi en mér hefur gengið mjög vel. Svo er maður ekki einn í þessu, ég er með þrjú börn og það þarf að hugsa út í það líka. Fjölskyldunni líður mjög vel þarna og allt í toppstandi. Auðvitað vill maður komast eitthvað hærra en maður þarf að bíða og sjá hvað kemur upp."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner