Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. nóvember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Fyrirliðinn fór í mark og tryggði Katar á Asíumótið
Mynd: Getty Images
U19 landslið Katar mætti Írak í úrslitaleik fyrir Asíumótið sem verður haldið á næsta ári.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því þurfti að útkljá viðureignina í vítaspyrnukeppni.

Írak átti eftir að taka eina vítaspyrnu og varði markvörður Katar hana við gríðarlega mikil fagnaðarlæti, eins og hægt er að sjá hér fyrir neðan.

Dómarinn lét þó heyra í sér, stöðvaði fagnaðarlætin og skipaði Írökum að endurtaka spyrnuna vegna þess að markvörður Katar hafði stigið út fyrir marklínuna áður en hann varði.

Dómarinn gaf markverðinum gult spjald fyrir og rak hann útaf því hann var þegar á spjaldi.

Fyrirliði Katar steig á marklínuna og var gríðarlega snöggur að hoppa í rétt horn og verja spyrnuna með fætinum. Mikil fagnaðarlæti fylgdu, enda U19 ára lið Katar búið að tryggja sig á Asíumótið.




Athugasemdir
banner
banner
banner